Fréttir

Tillaga NNCA að nýjum handverksverðlaunum Norðurlandaráðs

The Nordic Network of Crafts Associations (NNCA), sem sameinar sjö handverkssamtök á Norðurlöndum, þar á meðal HANDVERK OG HÖNNUN, leggur til að stofnuð verði sérstök handverksverðlaun Norðurlandaráðs. Markmiðið er að auka sýnileika norræns samtímahandverks, fagna menningarlegum og listrænum fjölbreytileika og varpa ljósi á framlag listamanna og handverksfólks til samfélagsins.

BERGMÁL LANDSINS - Vorsýning Leirlistafélags Íslands í rými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi

Verið hjartanlega velkomin á opnunarhóf vorsýningar Leirlistafélags Íslands BERGMÁL LANDSINS í rými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi (við hliðina á vínbúðinni) laugardaginn 10. maí kl. 14-16. Sýningarstjóri er Búi Bjarmar Aðalsteinsson. Sýningin stendur til 1. júní og er opin fimmtudaga - sunnudaga frá 12-17.

30 (þrjátíu) - Félag trérennismiða á Íslandi tekur yfir Handverk og hönnun!

Félag trérennismiða á Íslandi fagnar 30 ára afmæli á árinu og af því tilefni ætlar félagið að standa fyrir 30 daga viðburði í apríl. Meðlimir félagsins taka yfir húsnæði Handverks og hönnunar á Eiðistorgi og breyta því í alvöru rennismiða vinnustofu þar sem félagsmenn skiptast á að mæta og renna ýmsa gripi úr ólíkum viðartegundum

Snagar - Hokked opnar á skriðuklaustri

HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga á Skriðuklaustri þann 12. apríl kl 14.00. 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.

SNAGAR/HOOKED sýningaropnun í HAKK Gallery

HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga þann 28. febrúar næstkomandi, þar sem 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.

Handverk og hönnun óskar eftir sýningarstjórum á skrá/Crafts and Design is seeking curators for potential collaborations

Handverk og hönnun óskar eftir sýningarstjórum á skrá.

Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (residency) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum

Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (recidendy) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum. Könnun:Vinnustofudvalir fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum

PoP-UP Lifandi handverk í Ráðhúsi Reykjavíkur!

Á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem fer fram dagana 7-11 nóvember munu tveir listamenn sýna lifandi handverk sitt. Þessir sérstöku pop-up viðburðir munu fara fram laugardaginn 9. nóv og sunnudaginn 10. nóv. Á viðburðunum munu listamenn vera að vinna að sínu handverki og hönnun og sýna gestum sýningarinnar sérhæft handbragð og verklag sitt.

HANDVERK OG HÖNNUN í ráðhúsi Reykjavíkur 2024

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið haldin árlega í 21 ár og þann 7.-11. nóvember næstkomandi fer hún fram í 22. sinn. Árlega sækja þúsundir manns sýninguna og hefur viðburðurinn fest sig í sessi sem fyrsta skref í undirbúningi jóla.

Leiðsögn listamanns og síðustu dagar sýningarinnar RÆTUR

Síðustu dagar sýningarinnar RÆTUR standa nú yfir í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi 15. Fríða S. Kristinsdóttir sýnir þrívíð verk úr textíl, vefnaði og blandaðri tækni. Loka dag sýningar, laugardaginn 5. október kl. 14.00, mun listamaðurinn vera með leiðsögn um sýninguna, allir velkomnir. Mótökur sýningarinnar hafa verið framúrskarandi og hvetjum við alla til láta ekki þessa sýningu framhjá sér fara. Opið er fimmtudag (3. okt), föstudag (4. okt) og laugardag (5. okt- loka dagur) frá kl 11-17