Fréttir

Listahátíð í Reykjavík

Listahátíð í Reykjavík er árleg, þverfagleg listahátíð með áherslu á nýsköpun. Hún fer fram í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum um alla borg og teygir sig ár hvert út fyrir borgarmörkin.

Opin vinnustofa á laugardag

Vinnustofa Þóru Bjarkar Schram, Sigrúnar Láru Shanko og Sigrúnar Eggertsdóttur verður opin á laugardaginn 28 maí milli kl. 13-16.

ÞRÍUND síðasta sýningarhelgi

Á síðasta sýningardegi núna á sunnudaginn munu Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker og Harpa Þórsdóttir sýningarstjóri ganga um sýninguna Þríund. Auk verka Bjarna er til sýnis fatnaður eftir Anítu Hirlekar fatahönnuð og skartgripir Helgu Ragnhildar Mogensen skartgripahönnuðar.