VITRUM - Sýning Gallery HAKK

Sýning:

VITRUM
19.09.25 - 15.11.15
Gallery HAKK
Óðinsgötu 1
101 RVK


HAKK er þverfaglegur vettvangur hönnunar sem er ætlað að skapa frjóan jarðveg fyrir handverk og smáframleiðslu. HAKK heldur nokkrar sýningar á ári þar sem hver og ein sýning hefur skýra stefnu, áherslu á efni, aðferð og hugmyndafræði

Afgangsgler fær nýtt líf með töfrum hönnuða, handverksmenn og iðnfyrirtæki taka höndum saman um betri og snjallari nýtingu hráefnis á sýningunni Vitrum.

Johanna Seelemann útskrifaðist úr vöruhönnnun frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og fráDesign Academy Eindhoven 2019. Johanna er gríðarlega spennandi ungur hönnuður og hefursýnt m.a. í Victoria & Albert Museum, hönnunarsafninu í London, textílsafninu í Tilburg,hönnunarsafninu í Helsinki og miklu víðar, auk þess að hljóta tilnefningu til Ralph Saltzmanverðlaunanna og komast á lista Dezeen yfir mest spennandi ungu hönnuðina árið 2023.

Á sýningunni vinnur hún með Íspan-Glerborg, Anders Vange glerlistamanni og Hildiberg lýsingarhönnuði að því að gefa efni -gleri- sem annars væri urðað, nýtt líf. Þannig sýnir hún hvernig hönnuðir geta notað sína sérþekkingu og hugvit til þess að tengja saman, með jákvæðum formerkjum, handverksmenn og iðnfyrirtæki, svo úr verða töfrandi lausnir, ferlar og gripir
Nánar um Vitrum
Vitrum er röð glerverka sem sprettur upp úr ófullkomnum efnis og endurvinnsluferlum hérlendis. Hver munur er búinn til úr glerbrotum og afskurði sem fellur til við framleiðslu. Brotin eru brædd og endurmótuð, og sækja lögun sína í nákvæmni handverksmannsins sem og ófyrirsjáanleika fljótandi efnis.
Í samstarfi við glerblásarann Anders Vange hjá Reykjavík Glass og Hildiberg lýsingarstúdíó
hefur hönnuðurinn Johanna Seelemann þróað form þar sem andrúmsloftið fær að seytla inn.

Litlar loftbólur, hárfínar ójöfnur og lekandi áferð - það sem væru alla jafna kallaðir vankantar -
verða hins vegar að lykileinkennum hvers verks. Glerið er parað við kolaðan við sem minnir á
sviðin verkfærin sem glerblásarar nota til að móta og ferja glóðheitan efnivið sinn.

Gler sem fellur til á Íslandi er yfirleitt urðað og má því segja að sé vannýtt uppspretta hráefnis.
Verkin á sýningunni eru sköpuð með ferli sem má auðveldlega endurtaka og bera vitni um að
skapa megi nýja, einstaka muni úr afgangsgleri. Hver munur, hvort sem hann er vasi eða hilla,
heldur efnafræðilegum hreinleika glersins og tryggir þannig að munina má endurvinna í
framtíðinni, jafnvel þótt þeir séu hver og einn eigulegur safngripur.

Gagnsæi verður skýjað; sléttir, felldir fletir ummyndast í áferðarríkar samsetningar lofts og ljóss.
Breytileikinn er ríkjandi og vitnar um samstarf efnis og skapara.
Þetta samtal - milli aðhalds og ráðsnilldar, milli hendingar og ætlunar -
segir fyrir um einkenni hvers hlutar. Vitrum er í senn óður til varðveislu og umbreytingar.

Vitrum er sett upp af HAKK Gallerý með stuðningi Hönnunarsjóðs, Handverks og hönnunar og
Íspan Glerborgar. Hver munur er einstakur og númeraður og aðeins til sölu hjá galleríinu.