Fréttir

VITRUM - Sýning Gallery HAKK

HAKK er þverfaglegur vettvangur hönnunar sem er ætlað að skapa frjóan jarðveg fyrir handverk og smáframleiðslu. HAKK heldur nokkrar sýningar á ári þar sem hver og ein sýning hefur skýra stefnu, áherslu á efni, aðferð og hugmyndafræði Afgangsgler fær nýtt líf með töfrum hönnuða, handverksmenn og iðnfyrirtæki taka höndum saman um betri og snjallari nýtingu hráefnis á sýningunni Vitrum.

NORDIC TEXTILE TAKEOVER

NORDIC TEXTILE TAKEOVER 13.09.24 – 14.09.24 Scandinavia House 58 Park Avenue New York, NY 10016 United States Scandinavia House, í samstarfi við New York Textile Month, kynnir með ánægju aðra útgáfu af NORDIC TEXTILE TAKEOVER, sýningu, dagskrá og vinnusmiðjur sem varpa ljósi á samtímatextíl frá Norðurlöndum. Í sýningarsal Scandinavia House verður haldin sýning ásamt listamannaspjöllum, leiðsögn sýningarstjóra, móttöku og verklegum vinnusmiðjum. Helgardagskráin mun einnig sýna verk nýútskrifaðra textíllistnema frá Textilhögskolan í Borås NORDIC TEXTILE TAKEOVER er norrænt samstarfsverkefni á sviði textíls, samstýrt af Ragna Froda (ÍSL/US), framkvæmdastjóra New York Textile Month, og Emily Stoddart (CA), verkefnastjóra sýninga og samfélagsdagskrár hjá Scandinavia House í New York.