SKAPAÐ ÚR SKÓGUM - sýningaropnun laugardaginn 25. janúar kl 14-17
22. janúar, 2026
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar SKAPAÐ ÚR SKÓGUM laugardaginn 24. janúar kl 14-17
Jón Guðmundsson, plöntulífeðlisfræðingur og trérennismiður sýnir fjölbreytta rennda muni á sýningarsal Handverks og hönnunar á Eiðistorgi.
Fallegir viðarbútar eru nýttir þar sem fegurð viðarins er aðalatriðið og hún látin koma fram í hlutnum. Ýtt er undir einkennin með því að nota olíur sem flæða vel og laða fram viðaræðar og viðarsveppi. Litir svo sem mýrarauði, málm og plöntulitir eru notaðir til að ýkja einkenni.