Erlent samstarf

Nordic Network of Crafts Associations

HANDVERK OG HÖNNUN er í samstarfi við norrænu samtökin Nordic Network of Crafts Associations (NNCA).

Samtökin NNCA voru stofnuð árið 2010. Markmið þeirra er að stuðla að samstarfi og samtali milli landanna til að styrkja stöðu samtíma handverks og listiðnaðar á Norðurlöndunum.

Starfsemi NNCA er tvíþætt: annars vegar eru haldnir fundir þar sem pólitísk, félagsleg og efnahagsleg málefni sem tengjast handverki og listiðnaði á Norðurlöndum eru rædd. Í öðru lagi stendur NNCA fyrir og tekur þátt í verkefnum sem stuðla að kynningu og miðlun á norrænu handverki og listiðnaði á alþjóðlegum vettvangi.

 

 Nordic Network of Crafts Associations er skipað:

Á heimasíðu samtakanna er hægt að finna nánari upplýsingar um samtökin og þau verkefni sem þau hafa staðið fyrir.

Samtökin NNCA hafa verið styrkt af Norrænu menningargáttinni (Nordic Culture Point) frá 2015 til 2018.


Michelangelo Foundation

Michelangelo Foundation

HANDVERK OG HÖNNUN skrifaði undir samstarfssamning við Michelangelo Foundation í ársbyrjun 2020. Stofnunin, sem ber undirtitilinn "for Creativity and Craftsmanship" er staðsett í Genf í Sviss og markmið hennar er að vekja athygli á og varðveita evrópskt handverk og styrkja tengsl þess við hönnunarheiminn. Að enduruppgötva og vekja athygli á getu mannsinns til að skapa og búa til með höndunum - og styðja við og hvetja þá sem gera það best. Að kynna einstaka evrópska listamenn sem nota gamlar hefðir, færni og þekkingu til að gera framúrskarandi hluti.

Stofnunin er nefnd í höfuðið á Michelangelo, þeim einstaka og framsýna listamanni og er ekki rekin í hagnaðarskyni.

Vefur Michelangelo Foundation