Fréttir

Tillaga NNCA að nýjum handverksverðlaunum Norðurlandaráðs

The Nordic Network of Crafts Associations (NNCA), sem sameinar sjö handverkssamtök á Norðurlöndum, þar á meðal HANDVERK OG HÖNNUN, leggur til að stofnuð verði sérstök handverksverðlaun Norðurlandaráðs. Markmiðið er að auka sýnileika norræns samtímahandverks, fagna menningarlegum og listrænum fjölbreytileika og varpa ljósi á framlag listamanna og handverksfólks til samfélagsins.

BERGMÁL LANDSINS - Vorsýning Leirlistafélags Íslands í rými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi

Verið hjartanlega velkomin á opnunarhóf vorsýningar Leirlistafélags Íslands BERGMÁL LANDSINS í rými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi (við hliðina á vínbúðinni) laugardaginn 10. maí kl. 14-16. Sýningarstjóri er Búi Bjarmar Aðalsteinsson. Sýningin stendur til 1. júní og er opin fimmtudaga - sunnudaga frá 12-17.

30 (þrjátíu) - Félag trérennismiða á Íslandi tekur yfir Handverk og hönnun!

Félag trérennismiða á Íslandi fagnar 30 ára afmæli á árinu og af því tilefni ætlar félagið að standa fyrir 30 daga viðburði í apríl. Meðlimir félagsins taka yfir húsnæði Handverks og hönnunar á Eiðistorgi og breyta því í alvöru rennismiða vinnustofu þar sem félagsmenn skiptast á að mæta og renna ýmsa gripi úr ólíkum viðartegundum

Snagar - Hokked opnar á skriðuklaustri

HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga á Skriðuklaustri þann 12. apríl kl 14.00. 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.

SNAGAR/HOOKED sýningaropnun í HAKK Gallery

HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga þann 28. febrúar næstkomandi, þar sem 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.

Handverk og hönnun óskar eftir sýningarstjórum á skrá/Crafts and Design is seeking curators for potential collaborations

Handverk og hönnun óskar eftir sýningarstjórum á skrá.

Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (residency) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum

Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (recidendy) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum. Könnun:Vinnustofudvalir fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum