12. maí, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
The Nordic Network of Crafts Associations (NNCA), sem sameinar sjö handverkssamtök á Norðurlöndum, þar á meðal HANDVERK OG HÖNNUN, leggur til að stofnuð verði sérstök handverksverðlaun Norðurlandaráðs. Markmiðið er að auka sýnileika norræns samtímahandverks, fagna menningarlegum og listrænum fjölbreytileika og varpa ljósi á framlag listamanna og handverksfólks til samfélagsins.
11. maí, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Verið hjartanlega velkomin á opnunarhóf vorsýningar Leirlistafélags Íslands BERGMÁL LANDSINS í rými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi (við hliðina á vínbúðinni) laugardaginn 10. maí kl. 14-16.
Sýningarstjóri er Búi Bjarmar Aðalsteinsson.
Sýningin stendur til 1. júní og er opin fimmtudaga - sunnudaga frá 12-17.
04. apríl, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Félag trérennismiða á Íslandi fagnar 30 ára afmæli á árinu og af því tilefni ætlar félagið að standa fyrir 30 daga viðburði í apríl. Meðlimir félagsins taka yfir húsnæði Handverks og hönnunar á Eiðistorgi og breyta því í alvöru rennismiða vinnustofu þar sem félagsmenn skiptast á að mæta og renna ýmsa gripi úr ólíkum viðartegundum
04. apríl, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga á Skriðuklaustri þann 12. apríl kl 14.00. 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.
25. febrúar, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga þann 28. febrúar næstkomandi, þar sem 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.
16. janúar, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Handverk og hönnun óskar eftir sýningarstjórum á skrá.
08. janúar, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (recidendy) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum.
Könnun:Vinnustofudvalir fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum