Fréttir

Verslum íslenskt !

Hönnunarmiðstöð gaf út fyrir jólinn lista af öllum verslunum landsins sem selja íslenska hönnun og handverk. Listann er að finna hér og hvetjum við alla til að versla íslenskt !

Pistill

Pistill frá nýjum framkvæmdastjóra Handverk og Hönnun. Smellið til að lesa

Opið hús og aðventugleði á Korpúlfsstöðum

Boðið verður til aðventuleði í Fjósinu Korpúlfsstöðum þaðð 5. desember frá kl 17-21. Vinnustofur 205 og 214 verða lagðar undir viðburðinn og gangurinn þar á milli. Þar ber að líta fallega fatalínu frá MATTHILDI í Perú, endurhannaðan og umhverfisvænan fatnað frá ásta creative clothes, nýtt keramik, myndlist, textilverk frá Rögnu Fróða, skartgripi úr fundnu efni eins og rekavið frá Helgu, og fjölbreytt úrval af allskonar. Verið hjartanlega velkomin, fagnið aðventunni með okkur og vandið valið fyrir jólin.