Styrkir

Hönnunarsjóður
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum. Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.
Um Hönnunarsjóð má lesa hér

Hvatningarsjóður Kviku

Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

Styrkja þarf ímynd iðnnáms og starfa sem því tengjast og efla áhuga og vitund grunnskólanema, foreldra, atvinnurekenda og almennings á mikilvægi iðnnáms. Skortur er á iðnmenntuðu fólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja. 

Um Hvatningarsjóð Kviku má lesa hér

Norræna menningargáttin

Norræna menningargáttin er opinber norræn menningarstofnun. Stofnunin sér um þrjár norrænar styrkjaáætlanir, rekur menningarsetur og bókasafn í miðbæ Helsinki og heldur menningarviðburði. Starfsemi okkar skapar rými og býr til fjárhagslegt og stafrænt svigrúm fyrir norræna menningu. Norræna menningargáttin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. 
Nánar um norrænu menningargáttina hér
.

Norræni menningarsjóðurinn - Nordisk kulturfond
Markmið sjóðsins er að stuðla að samstarfi milli minnst þriggja Norðurlanda. Starfsemi sjóðsins nær til menningar í almennum skilningi, lista, menntunar og rannsókna. Veittir eru styrkir til verkefna á sviði lista. Sjóðurinn styrkir aðallega menningarsamstarf á Norðurlöndum. Einnig eru veittir styrkir til samstarfsverkefna milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og Norð-vestur Rússlands eða milli Norðurlandanna og annarra Evrópulanda. Þó verða alltaf að minnsta kosti þrjú norræn lönd að taka þátt.
Nánari upplýsingar hjá Norræna menningarsjóðnum.

Norrænt samstarf
Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur utan um átaksverkefni um markvissa upplýsingamiðlun um fjármögnunarleiðir innan norræns samstarfs. Markmiðið er að upplýsa og auka möguleika íslenskra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga að sækja í samnorrænt styrkfé. Frumkvæði að verkefninu og fjármögnun þess kemur frá Norrænu ráðherranefndinni.
Nánar...

Grænlandssjóður
Hlutverk Grænlandssjóðs er að stuðla að nánari samskiptum Íslendinga og Grænlendinga og veitir sjóðurinn styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála. Höfuðstóll sjóðsins, sem ríkissjóður lagði til á árunum 1981 og 1982, er í vörslu Seðlabanka Íslands og er árlega veitt 3 milljónum kr. til styrkveitinga.
Umsóknum skal beint til stjórnar Grænlandssjóðs.
Nánari upplýsingar má finna á vef Mennta-og menningarmálaráðuneytisins 

Menningarsjóður Íslands og Finnlands
Markmið sjóðsins er að efla menningartengsl milli Finnlands og Íslands. Sjóðurinn veitir ferðastyrki og aðrir styrki, fyrst og fremst til einstaklinga, en í einstaka tilvikum einnig til samtaka eða stofnanna. Árleg fjárhæð sem úthlutað er, er um það bil 25.000 ? Um 25 styrkir eru veittir árlega. Þeir geta verið mismunandi háir frá 500 upp í 2000 ? Umsóknarfrestur er 28. febrúar ár hvert. Umsóknum skal skila á sérstöku eyðublaði sem nálgast má hjá ritara sjóðsins.
Heimasíða: www.hanaholmen.fi

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn
Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn var stofnsettur árið 1995 af ríkisstjórnum Svíþjóðar og Íslands. Hlutverk sjóðsins er að efla sænsk-íslenskt samstarfs, gagnkvæm menningarskipti og upplýsingamiðlun um sænska og íslenska menningu og samfélag. Þetta er gert með því að veita styrki og stuðning við verkefni einstaklinga og samtaka á Íslandi og í Svíþjóð. Sjóðurinn styrkir fyrst og fremst verkefni sem tengjast menningu, menntun og rannsóknum, en getur einnig styrkt önnur verkefni sem miða að því að auka þekkingu eða tengsl milli landanna. Umsóknarfrestur: 1. febrúar Upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins.
Heimasíða: www.norden.se/island.asp

Sjóður fyrir danskt-íslenskt samstarf
Í starfsreglum sjóðsins segir að hann skuli stuðla að skilningi og samstarfi milli Danmerkur og Íslands á menningarsviðinu og öðrum sviðum. Styrkir eru meðal annars veittir til starfs- og námsdvalar í Danmörku eða á Íslandi, til faglegrar menntunar, til leikhópa, listsýninga og annars sem miðar að því að vekja áhuga Íslendinga á Danmörku og Dana á Íslandi. Árlegt fjármagn til ráðstöfunar, eru vextir af höfuðstól sjóðsins um 300.000 danskar krónur. Flestir styrkir eru um 5.000 – 20.000 danskar krónur, en stærri styrkir eru einnig veittir til einstakra verkefna. Umsóknir eru metnar tvisvar á ári á stjórnarfundum í maí og nóvember. Umsóknarfrestir: 15. apríl og 15. október.
Heimasíða: www.fdis.dk

Ferðastyrkir til félagasamtaka á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Norræna ráðherranefndin hefur ákveðið veita ferðastyrki til frjálsra félagasamtaka á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.  

Styrkurinn er veittur til fulltrúa frjálsra félagasamtaka sem þurfa að sækja samnorrænar ráðstefnur, fundi eða samkomur til Norðurlandanna. Þátttakendur þurfa að vera frá minnst þremur norrænum löndum.

Nánari upplýsingar á vef Norræna hússins. Þar má einnig finna upplýsingar um ýmsa aðra norræna og íslenska styrki til menningar- og menntamála.

Nordic Culture Point
Menningar- og listaáætlunin styður norrænt samstarf á sviði lista og menningar. Hægt er að sækja um styrk til verkefnis af listrænum og/eða menningarlegum toga sem stuðla m.a. að sjálfbærni á Norðurlöndunum. Sjá nánar hér.

Listamannalaun
Listamannalaun eru veitt til listamanna til að efla listsköpun í landinu. Starfslaun fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Tilgangur launanna er að efla listsköpun í landinu. Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög [ 57/2009.]
Umsóknarfrestur er einu sinni á ári í lok september.
Nánari upplýsingar hjá www.rannis.is  

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar

Ferðastyrkir KÍM
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar styrkir myndlistarmenn til starfa, ferða og sýningahalds erlendis. Ferðastyrkir eru veittir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum. Úthlutað er þrisvar sinnum á ári hverju.
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna hér.

Muggur
Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Samband íslenskra myndlistarmanna og Myndstef hafa stofnað og hefur Sambandi íslenskra myndlistarmanna verið falið að annast umsýslu hans. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu. Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma. Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna: 

  • myndlistarsýningar
  • vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
  • annars myndlistarverkefnis

Sjá nánar á heimasíðu SÍM

Uppbyggingarsjóður Austurlands
Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans. 
Nánari upplýsingar: www.austurbru.is

Samfélagssjóður Fljótsdals
Sjóðurinn leggur megin áherslu á atvinnuuppbyggingu og verkefni til aukinnar verðmætasköpunar í Fljótsdalshreppi. Sjóðurinn veitir einnig styrki í verkefni á sviði menningar, sögu, handverks, viðburða og miðlunar sem nýtist byggðarlaginu. Sjá nánar í þessu yfirliti hér.  Allir geta sótt um en lögð megin áhersla á að verkefnið nýtist á einn eða annan hátt samfélaginu í Fljótsdal. Samstarfsverkefni hafa aukið vægi.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða er samkeppnissjóður sem veitir styrki til menningarverkefna, atvinnu- og nýsköpunarverkefna og stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana.
Nánari upplýsingar: www.vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur

Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Sjóðurinn veitir styrki í eftirfarandi verkefni:

  • Verkefnastyrkir á sviði menningar (úthlutað einu sinni á ári)
  • Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála (úthlutað einu sinni á ári)
  • Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar (úthlutað tvisvar á ári)

Nánari upplýsingar varðandi umsóknir um menningartengd verkefni ásamt framvindu- og lokaskýrslum vegna þeirra veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433-2313 eða 892-5290

Sjá: www.ssv.is

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Nánari upplýsingar: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins  www.nyskopun.is 

Nýsköpunarsjóður námsmanna
Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður árið 1992 til að útvega áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni.
Nánar um nýsköpunarsjóð námsmanna og fleiri sjóði má sjá á www.rannis.is

Byggðastofnun
Byggðastofnun veitir styrki til nýsköpunar í atvinnulífi á landsbyggðinni. Þar má m.a. nefna vöruþróun og markaðssetningu, könnun á nýjum atvinnukostum, afþreyingu í ferðaþjónustu, útflutningsverkefni og fleira af því tagi sem kallað hefur verið mjúkar fjárfestingar. Meginreglan hefur verið sú að styrkja ekki fjárfestingar í húsnæði og vélum í hefðbundnum atvinnugreinum.
Byggðastofnun:  www.byggdastofnun.is          

Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi. Nýsköpun er forsenda fyrir fjölbreytni íslensks atvinnulífs og undirstaða sterkrar samkeppnisstöðu þess.
Á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar er að finna yfirlit yfir fjölmarga styrki og stuðningsmöguleika sem í boði eru.

Átak til atvinnusköpunar
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Átak til atvinnusköpunar.

Atvinnumál kvenna
Síðan 1991 hefur styrkjum til atvinnumála kvenna verið úthlutað frá Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Í ár verða 30 milljónir til úthlutunar til fjölbreyttra verkefna.
Sjá: www.atvinnumalkvenna.is

Sjóður Clöru Lachmann
www.claralachmann.org

Haystack listastyrkur
Haystack Mountain School of Crafts heldur á hverju sumri námskeið fyrir listafólk hvaðanæva að úr heiminum.
Til að sækja um Haystack listastyrkinn þarf að leggja inn eftirfarandi gögn:

  1. Útfyllta umsókn á ensku.
  2. Prófskírteini úr því námi sem að umsækjandi hefur lagt stund á.
  3. Meðmælabréf í lokuðu umslagi.
  4. Sýnishorn af verkum umsækjanda, t.d. ljósmyndir.

Umsóknin er hér: Haystack-umsókn
Styrkurinn er kynntur á heimasíðu Íslensk - ameríska félagins www.iceam.is

European Cultural Foundation
Ýmsir styrkir, sjá á vef ECF 

Samfélagssjóðir

Sjóvá
Sjóvá veitir árlega styrki til aðila sem vinna að ýmsum góðum málefnum í þágu samfélagsins.
Megináhersla er lögð á að styrkja verkefni sem hafa forvarnagildi og fer um helmingur styrktarfjárins til slíkra verkefna. Auk þess styrkir félagið ýmis góðgerðamál, íþrótta- og menningarstarf.
Sjá nánar á heimasíðu Sjóvá

Landsbankinn
Landsbankinn styrkir ýmis málefni á hverju ári. Hér eru nánari upplýsingar

VÍS
Hlut­verk VÍS er að stuðla að ör­yggi í sam­fé­lag­inu með öfl­ug­um for­vörn­um. Við val á sam­fé­lags­verk­efn­um er áhersla lögð á verk­efni sem hafa for­varn­ar­legt gildi.
Nálgast má nánari upplýsingar á heimsíðu VÍS

Hér er einnig gott yfirlit yfir ýmsa menningartengda sjóði um  víða veröld