Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur á undanförnum tveimur áratugum orðið helsti vettvangur íslensks handverks og hönnunar. Þar kynna og selja listamenn og hönnuðir fjölbreyttar vörur – skartgripi, textíl, leður, keramik, tréskurð margt fleira. Fyrsta sýningin var haldin 26.–29. október 2006 og hefur hún árlega laðað til sín þúsundir gesta og hundruð sýnenda.
Handverk og hönnun leggur áherslu á að sýnileiki handverks byggist bæði á sýningum sem vekja athygli og á viðburðum sem styðja markaðssetningu og dreifing.
Stjórn Handverks og hönnunar hefur ákveðið að fresta árlegu sýningunni árið 2025 til að endurhanna hana með aukinni áherslu á faglega kynningu og markaðssetningu gæða handverks í samtíma Íslands. Þetta mat átti sér stoð í stefnumótuninni 2022, þar sem markmið Handverks og hönnunar eru að tryggja sýnileika handverks, efla gæði og tryggja fagmennsku. Með því að leggja vinnu í endurskipulagningu vonast Handverk og hönnun til að bjóða upp á enn sterkara, faglegra rými fyrir íslenskt handverk árið 2026 og þar eftir.
Við bendum sýnendum og unnendum á eftirfarandi aðila sem staðið hafa að glæsilegum jólamörkuðum:
https://www.facebook.com/heidmork
https://www.facebook.com/saman.menningogupplifun
https://www.facebook.com/hofudstodin
https://www.facebook.com/ishushafnarfjardar
Við vinnum nú hörðum höndum að sterkum stoðum sýningarhalds og kynningar á íslensku samtíma handverki.
Ljósmynd: Sunna Ben - frá vorsýningu Leirlistafélags Íslands ,,Bergmál landsins"