Fréttir

Geómetría - leiðsögn á síðasta sýningardegi

Leiðsögn um sýninguna Geómetríu í Gerðarsafni á síðasta sýningardegi. Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Gaihede sýningarstjórar leiða gesti um sýninguna. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Stefnumót hringrásar

Þverfaglegt samtal um innleiðingu hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði í Grósku þann 19. janúar frá kl. 14:30 - 16:00. Samtalið fer fram í Grósku í Vatnsmýri og er öllum opið.

„Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga“

Sýningin „Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga“ var opnuð 10. janúar í Listasal Mosfellsbæjar. Á þessari fyrstu sýningu ársins mun Melkorka Matthíasdóttir leirlistakona sýna keramikmuni.