Fréttir

Jólamarkaður Ragnheiðar Ingunnar

Verið hjartanlega velkomin á jólamarkað Ragnheiðar Ingunnar á vinnustofu hennar að Njálsgötu 58a 3. - 5. desember - 20 % AFSLÁTTUR

Bjarni Sigurðsson með opna vinnustofu


Opið í Leirbakaríinu um helgina

Maja Stína og Kolla í Leirbakaríinu eru komnar í jólagírinn, galleríið er fullt að fallegum munum sem fara vel í jólapakkana.

Opið hús í Gler í Bergvík

Opið hús í galleríinu helgina 4. og 5. des. kl. 12-17.

Vinnustofuopnun í Gufunesi

Opið hús á nýrri vinnustofu hjá Þóru Björk Schram, Elvu Hreiðarsdóttur, Þórdísi Elínu Jóelsdóttur, Valgerði Björnsdóttur og Eddu Þórey Kristfinnsdóttur í fyrrverandi áburðarverksmiðju í Gufunesinu.

Jólamarkaðstré í Heiðmörk

Védís Jónsdóttir hönnuður sá um að skreyta torgtré Skógræktarfélags Reykjavíkur á Jólamarkaðinum í Heiðmörk

Fjara - kynning á nýrri skartgripalínu

Á laugardaginn kynnir Gréta María Árnadóttir gullsmiður i Stykkishólmi nýja skartgripalínu sem kallast Fjara.

Sokkar frá Íslandi - ný prjónabók

Hélène Magnússon var að gefa út nýja prjónabók, Sokkar frá Íslandi. Áður hefur Hélène gefið út bækurnar Rósaleppaprjón í nýju ljósi (sem fékk Fjöruverðlaunin 2007) og Íslenskt prjón. Sokkar frá Íslandi er fyrsta prjónabókin sem Hélène gefur út sjálf (Prjónakerling ehf.) en hún kemur líka út á ensku og frönsku.

Jólasýning // Opin vinnustofa - Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir

Verið hjartanlega velkomin á jólasýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu og Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu fyrstu helgina í aðventu.

Opin vinnustofa - Ólöf Erla

Laugardaginn 27. nóvember verður vinnustofa Ólafar Erlu Bjarnadóttur, Hamraborg 1, opin frá kl 13 -17.