Opnunarhátíð Listar án landamæra

Verk eftir Helen Frederiksson
Verk eftir Helen Frederiksson

Formleg opnun Listar án landamæra  verður í BERG salnum á efri hæð Borgarbókasafnsins Gerðubergi þann 15. október.

Það verða ræðuhöld og tónlistaratriði frá klukkan 13:15-13:45

Síðan verður boðið upp á veitingar og myndlistarsýningin Margir heimar, allskonar líf opnar í sýningarsal á neðri hæð bókasafnsins. Húsið verður opið til 17:00. Hægt verður að skoða myndlistasýninguna á opnunartíma bókasafnsins til 26. nóvember.

Aðgengi á Borgarbókasafninu Gerðubergi er GRÆNT. Blá bílastæði eru við húsið, það er lyfta milli hæða og salerni fyrir hreyfihamlað fólk.

NÁNAR UM SÝNINGUNA MARGIR HEIMAR, ALLSKONAR LÍF
Á þessari sýningu viljum við hjá List án landamæra safna saman listafólki með allskonar ólíka sýn á heiminn. Í gegnum listina er hægt að draga fram það sem er fallegt í hversdagsleikanum en líka hægt að gagnrýna og benda á það sem er ekki svo frábært við samfélagið í dag. Það er líka hægt að ímynda sér nýja heima, ævintýra heim eða ímynda sér hvernig framtíðin verður.

Kveikjan að þemainu er hugmyndin um aðrar víddir, að til séu margir hliðstæðir raunveruleikar. Margar vísindaskáldsögur, kvikmyndir og teiknimyndasögur fjalla um þann möguleika að hoppa milli alheima og hitta sjálfan sig í öðrum heimi. En svo er líka hægt að hugsa sér, til dæmis þegar maður situr í strætó eða kaupir í matinn, að allt fólkið sem maður sér hefur sína flókna og fallegu sögu að segja. Öll upplifum við heiminn á ólíkan hátt, búum á vissan hátt í okkar eigin heimi, en berum samt ábygð til hvors annars og ættum að vinna saman að betri heimi.

Sýningin stendur frá 15. október til 26. nóvember 2022.

Hér er hægt að kynna sér alla dagskrá Listar án landamæra