Fréttir

Jólamarkaður Hjartatorgi

Langar þig að opna útibú í miðbænum fyrir jólin? Canopy Hotel, Miðbæjarsamtökin, Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofa taka höndum saman og opna notalegt Jólatorg í Hjartagarðinum að Laugavegi 17-19

Kynningartilboð: Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun

Út er komin bókin Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur

Sólarlitun

Tveggja kvölda námskeið í sólarlitun verður haldið í Heimilisiðnaðarskólanum 22. og 23. nóvember. Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni.

Jólamarkaður í Kaupmannahöfn

Danske Kunsthåndværkere & Designere standa fyrir flottum jólamarkaði tvær fyrstu helgarnar í desember.

Óskað er eftir umsóknum fyrir Craft Biennale Scotland

Óskað er eftir umsóknum fyrir Craft Biennale Scotland. Umsóknarfrestur er til 1. des. 2017

Norske Kunsthåndverkere veitir námsstyrk

Norske Kunsthåndverkere kynnir árlegan námsstyrk að upphæð 50.000 NOK sem veittur er vegna skrifa á fræðilegri meistara- eða doktorsritgerð um efni sem tengist handverki.

Vistvænn jólamarkaður

Norræna húsið heldur Vistvænan jólamarkað fyrsta laugardaginn í desember þar sem boðið verður upp á umhverfisvænar og spennandi vörur í jólapakkann.

Frá draumi í framkvæmd – nýsköpun í prjónaiðnaði

Ágústa þóra Jónsdóttir stofnandi Gústu ehf. hönnunar og prjónafyrirtækis heldur erindi hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands í Nethyl 2e föstudaginn 17. nóvember kl. 20.

Opin vinnustofa

Opin vinnustofa hjá Ólöfu Erlu laugardaginn 11. nóvember kl. 15-18

Milli glers og auga

Sænski glerlistamaðurinn Rolf Sinnemark heldur sýningu hjá ARTgalleryGÁTT Hamraborg 3a, Kópavogi.