Jólamarkaður Hjartatorgi

Langar þig að opna útibú í miðbænum fyrir jólin? Canopy Hotel, Miðbæjarsamtökin, Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofa taka höndum saman og opna notalegt Jólatorg í Hjartagarðinum að Laugavegi 17-19. 

Þar verður stórt upplýst og hitað tjald með fjölbreyttum framleiðendum. Borðin eru 220cm*67cm að stærð og úti verður veitingastaðurinn Geiri smart með götugómsæti. Í tveimur kofum verða jólaglögg/kakó og fl. Þá verður möndluristari á götuhorninu og borði yfir Laugaveg sem vísar inn á torgið. Höfuðborgarstofa mun senda kóra og fl. skemmtilegt til að poppa upp og jólasveininn mun að sjálfsögðu líta við í tíma og ótíma.

Markaðurinn opnar með pompi og prakt kl.16 þann 14. des. og verður opin frá kl. 16 til kl. 22 alla daga þar eftir fram að jólum, á Þorláksmessu er opið til kl. 23. Markaðurinn fylgir lokun miðbæjarins. Markaðurinn er sem sagt í 10 daga og borðið kostar kr 10.000 á dag. Þeir ganga fyrir sem panta alla dagana saman (vakin er athygli á að tveir eða fleiri framleiðendur geta leigt borðið saman og skipt vöktum/dögum á milli sín eða komist að samkomulagi um skiptingu daga. Einnig er tekið við séróskum um daga og reynt að reynt að para fólk saman á borð eftir því).  

Ef þú/þið hafið áhuga á að taka þátt eða hafið spurningar sendið póst á hlediss@gmail.com eða hringið í síma 8921780