Fréttir

Jólaþorpið í Hafnarfirði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorp Hafnarfjarðar 2016. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör á á sölubásnum.

Vinnustofudvöl á Textílsetri Íslands

Auglýst eftir umsóknum um vinnustofudvöl á Textílsetri Íslands.

Kettir og pils - Handverkssýning Aðalbjargar Jónsdóttur

Aðalbjörg Jónsdóttir, sem mun fagna 100 ára afmæli í desember nk., hefur opnað sýningu á prjónuðu listahandverki í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu.

Hönnunarverðlaun Íslands 2016

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í þriðja sinn þann 6. október sl. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og Besta fjárfesting ársins 2016.

Vefnaðarnámskeið hefst í lok október

Undanfarin misseri hefur vefnaður notið vaxandi vinsælda. Hjá Heimilisiðnaðarskólanum er boðið upp á fimm vikna námskeið sem ætlað er bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja bæta við þekkingu sína í vefnaði.

Myndvefnaður - námskeið

Vefnaður getur verið afar fjölbreytilegur en ein gerð hans er myndvefnaður. Sú tegund vefnaðar hefur þann ótvíræða kost að vera unnin á blindramma sem auðvelt og ódýrt er að koma sér upp

Jólamarkaður Sjóminjasafnsins

Sjóminjasafnið í Reykjavík auglýsir eftir þátttakendum í jólamarkaði safnsins helgina 19. - 20. nóvember. Leitað er að vönduðu handverki og handavinnu en markmiðið er að hafa á boðstólum fjölbreytt úrval og gæða muni.

Vistkerfi lita

Sýning Hildar Bjarnadóttur, Vistkerfi lita í vestursal Kjarvalsstaða Ofin veggverk og stórir litaðir silkidúkar yfirtaka rými salarins og skapa samhengi hugmynda Hildar.

Týpískt | letur og myndverk

Á sýningunni týpískt bregður fyrir letri af ýmsum stærðum og gerðum. Handskrifað, tölvuritað, málað, krotað og párað með verkfærum eins og pennum, penslum, pappír, skurðarhnífum, tölvu, tússi eða hvaðeina sem nýtist til listsköpunar eða listrænnar tjáningar.

Spennandi handverksnámskeið

Heimilisiðnaðarskólinn hefur gefið út dagskrá yfir haustið 2016. Að venju eru mörg spennandi námskeið í boði, sambland af klassískum námskeiðum og nýjungum.