Fréttir

Langur fimmtudagur úti á Granda

Næsta fimmtudag, þann 3. nóvember, ætla nokkur skapandi og skemmtileg fyrirtæki sem öll eru staðsett á Grandanum að lengja opnunartíma sinn og bjóða fólk velkomið í heimsókn. Ýmis tilboð verða í gangi og hugguleg stemning. Tilvalið tækifæri til að klára jólagjafainnkaupin snemma í ár!

Samtvinnað

Laugardaginn 29 okt.kl. 15.00 verður sýning Textílfélagsins SAMTVINNAÐ opnuð í Anarkíu, Kópavogi

Opið alla helgina á verkstæði Himneskra herskara

Opið er á verkstæði Himneskra herskara Tjarnargötu 10 (við hliðina á Ráðhúsinu) alla Ráðhúshelgina, frá fimmtudegi til mánudags frá 10-19. Allir velkomnir!

Sjónabókin loks aftur fáanleg

Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur nú endurprentað Íslenska sjónabók sem lengi hefur verið uppseld. Í bókinni má finna íslensk munstur frá 17., 18. og 19. öld sem notuð voru í hannyrðum eins og útsaumi og vefnaði.

FYRIRLESTUR UM TÍMAMÓTAHÚS 7. ÁRATUGARINS Í GARÐABÆ

Þriðjudagskvöldið 25. október 2016, kl. 20.00, mun Pétur H. Ármannsson arkitekt endurflytja fyrirlestur um byggingarlist í Garðabæ í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi.

Endurnýting er málið!

Rusl getur verið fyrirtaks efniviður í allskonar handverk. Þannig má breyta umbúðum utan af kaffi í dýrindis smákröfur og jafnvel töskur og buddur. Hjá Heimilisiðnaðarskólanum eru tvö námskeið í endurnýtingu kaffipoka á dagskrá á næstunni.

Sólarlitun - bútasaumur

Heimilisiðnaðarskólinn stendur fyrir námskeiðið í sólarlitun í næstu viku. Þrátt fyrir nafnið er kjörið að kynnast þessari skemmtilegu litunaraðferð nú í skammdeginu. Námskeiðið er tvö kvöld, fyrra kvöldið er efnið litað en það síðar er gengið frá efninu og saumað úr því budda eða veski.

Góðar fréttir frá Noregi

Í norsku fjárlögunum fyrir 2017 kemur fram að norsk stjórnvöld hafa ákveðið að auka fjármagn til að styðja við norskt listhandverk um tæp 39%.

Öld barnsins

Í sumar var opnuð glæsileg hönnunarsýning sem nefnist Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag

Handverksdagur fyrir alla

Laugardaginn 22. október kl. 13-16 er handverksdagur í Heimilisiðnaðarskólanum. Þennan dag býðst börnum og fullorðnum að koma og vinna saman að skemmtilegu handverki