Fréttir

Óskað er eftir umsóknum fyrir Craft Biennale Scotland

Óskað er eftir umsóknum fyrir Craft Biennale Scotland. Umsóknarfrestur er til 1. des. 2017

Norske Kunsthåndverkere veitir námsstyrk

Norske Kunsthåndverkere kynnir árlegan námsstyrk að upphæð 50.000 NOK sem veittur er vegna skrifa á fræðilegri meistara- eða doktorsritgerð um efni sem tengist handverki.

Vistvænn jólamarkaður

Norræna húsið heldur Vistvænan jólamarkað fyrsta laugardaginn í desember þar sem boðið verður upp á umhverfisvænar og spennandi vörur í jólapakkann.

Frá draumi í framkvæmd – nýsköpun í prjónaiðnaði

Ágústa þóra Jónsdóttir stofnandi Gústu ehf. hönnunar og prjónafyrirtækis heldur erindi hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands í Nethyl 2e föstudaginn 17. nóvember kl. 20.

Opin vinnustofa

Opin vinnustofa hjá Ólöfu Erlu laugardaginn 11. nóvember kl. 15-18

Milli glers og auga

Sænski glerlistamaðurinn Rolf Sinnemark heldur sýningu hjá ARTgalleryGÁTT Hamraborg 3a, Kópavogi.

PopUp Verzlun - jólamarkaður

POPUP VERZLUN heldur sinn árlega jólamarkað í porti Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsinu, laugardaginn 9. desember nk.

Íslensk plötuumslög

ÍSLENSK PLÖTUUMSLÖG Sýning í Hönnunarsafninu Útlit og þróun plötuumslaga hefur þróast með tíðaranda og tækni frá því um miðbik síðustu aldar. Á sýningunni gefur að líta rúmlega 120 dæmi sem leiða okkur í gegnum þessa þróun.

Námskeið í Endurmenntunarskólanum


Opið hús í LHÍ

Opið hús í öllum húsum Listaháskóla Íslands 10. nóv. kl. 13-16.