Fréttir

Opnar vinnustofur að Seljavegi 32

Opnar vinnustofur að Seljavegi 32, 101 Reykjavík dagana 4.-6. des. og þann 20. des.

Jólamarkaður Bjarna Sigurðssonar 2020

Hinn árlegi jólamarkaður Bjarna Sigurðssonar keramikers hefur verið framlengdur og verður einnig opið dagana 19. og 20. des. að Hrauntungu 20, Hafnarfirði.

Himnesk örsýning á Eiðistorgi

Dagana 14.-18. des. stendur yfir sýning á örfáum munum úr smiðju Himneskra herskara á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR.

KANILL: jóla-listamessa SÍM

KANILL: jóla-listamessa SÍM á Laugavegi 31, gamla Kirkjuhúsinu opin alla daga kl. 14-20.

Opin vinnustofa - Ísafold

Ísafold - íslensk hönnun hefur opnað dyrnar á vinnustofunni sinni í Íshúsinu Hafnarfirði. Opið á fimmtudögum kl. 16-19 og á laugardögum kl. 13-17.

DAYNEW - opin vinnustofa um helgina

Dagný Gylfadóttir keramikhönnuður er með opna vinnustofu sína í Íshúsi Hafnarfjarðar um helgina, opið 13-17 laugardag og sunnudag.

Jólaopnun Kristínar Sigfríðar á Korpúlfsstöðum

Kristín Sigfríður tekur á móti gestum og gangandi á nýju vinnustofunni Korpúlfsstöðum kl. 14-18 virka daga til 11. des.

Aðventuopnun Kiosk Granda

Það er opið í Kiosk, Grandagarði 35 alla daga til jóla og hátíðarhandbók Kiosk Granda er komin út.

KALDA hefur opnað showroom í Reykjavík

KALDA hefur komið sér vel fyrir á Grandanum og verður opið alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá 12 - 18.

NÝ VERSLUN: TÍRA - ljómandi fylgihlutir

Alice Olivia Clarke opnar á morgun föstudag nýja verslun í Firði Hafnarfirði.