Opið hús og aðventugleði á Korpúlfsstöðum

,,Við stöllurnar ætlum að skella í fjölbreyttan og fallegan pop-up markað í Fjósinu Korpúlfsstöðum 5. desember frá kl. 17-21.
Vinnustofur 205 og 214 verða lagðar undir viðburðinn og gangurinn þar á milli.
Við munum m.a. hafa á boðstólum: fallega fatalínu frá MATTHILDI í Perú, endurhannaðan og umhverfisvænan fatnað frá ásta creative clothes, nýtt keramik, myndlist, textilverk frá Rögnu Fróða, skartgripi úr fundnu efni eins og rekavið frá Helgu, og fjölbreytt úrval af allskonar.,,
Ásta: fatnaður og fylgihlutir
Lovísa: fatalína frá Perú ,,MATTHILDUR”
Sunna: keramik og myndlist
Helga: skartgripir
Ragna Fróða: textilverk og teikningar
Kristín: leir, postulín og gler
Verið hjartanlega velkomin, fagnið aðventunni með okkur og vandið valið fyrir jólin.
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir
Helga Ragnhildur Mogensen
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Lovísa Óladóttir | MATTHILDUR
Ragna Fróða
Sunna Sigfríðardóttir