Pistill

Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Framkvæmdarstjóri HANDVERK OG HÖNNUN
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Framkvæmdarstjóri HANDVERK OG HÖNNUN

Einu sinni var ung stúlka. Hún var ljóshærð með freknur og með hugmyndaflug sem þótti frekar stórt og á tímum ansi óútreiknanlegt. Hún óx úr grasi og öðlaðist fljótlega hæfni til að framkvæma þær töfrandi hugmyndir sem urðu til í huga hennar. Sumar voru góðar, sumar voru mjög slæmar, sumar voru of stórar eða of litlar. Hún fór í nám BA í Fatahönnun í Listaháskóla Íslands og meistargráðu hjá HDK í Háskólanum í Gautaborg. Hún starfaði sem fatahönnuður, stofnaði verslun, starfaði á bókasöfnum, stýrði starfsemi listasala og listtengdum verkefnum, hún stofnaði og rak árlega tónlistarhátíð á íslandi og bættist hratt í þekkingar-poka menningartengdrar stjórnunar. Vorið 2023 stóð hún á tímamótum, hún hafði verið að vinna í kennslu en fann að þetta var ekki staðurinn fyrir þá þekkingu sem hún hafði safnað, hún hafði svo miklu meira að gefa. Hún stoppaði við, fór yfir farinn veg og reyndi að ímynda sér það starf sem rammaði hennar þekkingu best inn. Hún fann í líkamanum fiðring, tilfinningu sem hún var þekkti vel, hún vissi að nú ætti hún að bíða, því það var eitthvað á veginum framundan sem hún vissi ekki enn þá hvað það var. Svo hún stóð kyrr og leit í kringum sig. Fyrir henni opnaðist nýtt tækifæri. Hún greip það.

Núna getur hún sýnt hvað í sér býr, og það munuð þið líka fá að sjá.

Hún er ég.

Ég heiti Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir og er nýr framkvæmdarstjóri hjá HANDVERK OG HÖNNUN.

Framundan eru spennandi tímar í starfi Handverk og Hönnun sem munu heiðra fortíðina og byggja framtíðina. Ég mun bjóða ykkur upp á stutta pistla með vangaveltum til hugljómunar miðlum Handverk og Hönnun annað slagið.

Til allra sem starfa við listrænt handverk/hönnun á Íslandi
Mig langar að kynnast ykkur betur og það væri alveg dásamlegt að fá boð í heimsókn á vinnustofur eða spjall á þann máta sem hentar
Smellið hér til að bóka tíma