Fréttir

MENNINGARNÓTT 2018

Markmið Menningarnætur er að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af menningarviðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða​

Níu daga námskeið í Suður-Marokkó

Níu daga námskeið í Suður-Marokkó undir handleiðslu Óskar Vilhjálmsdóttur myndlistarmanns & Rögnu Fróða fata- og textílhönnuðar.

Skaftfell auglýsir eftir umsóknum

Skaftfell auglýsir eftir alþjóðlegum umsóknum fyrir dvöl í gestavinnustofum árið 2019. Í boði eru sjálfstæðar vinnustofur og tvær þematengdar vinnustofur: Wanderlust og Printing Matter.

Sápukúluvinnustofa

Sápukúluvinnustofa í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 19. ágúst kl. 13-15.

Annað lag

Halldóra Hafsteinsdóttir sýnir ker og vasa úr keramik í Herberginu í Kirsuberjatrénu.

Frue Plads Marked 9.-11. ágúst

Um 130 framúrskarandi listamenn á sviði textíls, leirlistar, glers, skartgripa, grafískrar hönnunar taka þátt í Frue Plads Marked sem stendur yfir dagana 9.,10. og 11. ágúst n.k. í Kaupmannahöfn.

Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður

Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður er heiti sýningar Jóníar Jónsdóttur og Sigurlínu Jóhannsdóttur sem stendur yfir í Listasal Mosfellsbæjar til 7. september 2018.

Handverkshátíðin 2018

Handverkshátíðin í Hrafnagilsskóla (10 km sunnan við Akureyri) verður haldin dagana 9.-12. ágúst.

AGUSTAV - sýning á Eiðistorgi

Húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtækið AGUSTAV sýnir falleg og vönduð húsgögn hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi.

Fjóla Design á Parallax Art Fair í London

Fjóla Design tekur þátt í Parallax Art Fair sem haldið er dagana 20.-22. júlí n.k. í Kensington Town Hall í London.