Fjóla Design á Parallax Art Fair í London

Fjóla Design tekur þátt í Parallax Art Fair í London

Fjóla Design tekur þátt í Parallax Art Fair sem haldið er dagana 20.-22. júlí n.k. í Kensington Town Hall í London. Þetta er vinsæll viðburður, sýnendur eru um 300 og koma alls staðar að úr heiminum. Fjóla tekur þátt með sérhönnuð kort ásamt umslögum sem hún hannar og gerir. Langflest kortin eru af íslensku flórunni.

Fjóla er útskrifuð úr hönnunarnámi úr Great Yarmouth College of Art & Design, (nú Norwich University College of the Arts) í Bretlandi. Hún hefur hannað margar einstakar prjónaflíkur og einnig kennt á fjölmörgum prjónanámskeiðum hérlendis og erlendis. Námskeiðin hafa bæði verið kennsla í hönnun og ýmsum prjónaaðferðum, ásamt lausnum á alls konar vandamálum sem geta fylgt prjónaskap. Fjóla hefur unnið í nokkur ár við búningasaum í búningadeild Þjóðleikhússins, einnig við nokkur verkefni hjá Íslensku óperunni. Hún hefur einnig starfað sjálfstætt, meðal annars við gardínusaum og hönnun á gardínulausnum.

Nánari upplýsingar um Fjóla Design og verk hennar má finna á vefsíðu hennar fjoladesign.is og á Facebook.