Fréttir

Verslunin SÝNISHORN opnar

Hönnuðirnir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Andrea Fanney Jónsdóttir opna litla verslun í vinnurými sínu í Sundaborg 1.

HANDVERK OG HÖNNUN flytur

Nú standa yfir flutningar hjá HANDVERKI OG HÖNNUN en skrifstofan flytur úr Aðalstræti 10 eftir 11 ár. Af þessum sökum má búast við stopulu síma- og tölvupóstsambandi næstu daga.

Hugarflug í LHÍ

Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir á fræðasviði lista og verður nú haldin í sjöunda sinn dagana 8. og 9. febrúar.

Matarmarkaður Búrsins

Matarmarkaður Búrsins verður haldinn í Hörpu helgina 3.-4. mars nk. Að þessu sinni stendur handverks- og listiðnaðarmönnum sem vinna vörur sem tengjast mat og/eða vörur sem eru gerðar úr íslenskri náttúru til boða að taka þátt í markaðinum.

VETRARHÁTIÐ Í REYKJAVÍK

Vetrarhátíð verður haldin dagana 1. – 4. febrúar. í 17. sinn og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Þrykk og munsturgerð

Sex skipta námskeið í textílþrykki og munsturgerð í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Sigurbjörg Stefánsdóttir opnar sýninguna VETRARMYNDIR

Verið velkomin á sýningaropnun Sigurborgar Stefánsdóttur í Gallerí Gróttu í dag fimmtudaginn 25. janúar kl. 17:00.

Smástundamarkaður - Doppelganger

Smástundamarkaður - Doppelganger, fatalína úr ull og silki. Laugardaginn 27. janúar verður Doppelganger með smástundarmarkað frá kl. 12:00 - 17:00 í safnbúð Hönnunarsafnsins.

Samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efnir til opinnar samkeppni um gerð útilistaverks á austurgafl Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4.

Laus pláss í Jöklu

Hönnunarverslunin Jökla sem staðsett er á Laugavegi 90 er með laus pláss fyrir hönnuði og listamenn.