Fréttir

SKÁL! HN gallery sýnir í sýningarsal Handverk og hönnun á HÖNNUNARMARS

Með samstarfi við fjölda íslenskra fyrirtækja og handverksfólks sýnir HN GALLERY fjölbreytt úrval af framúrskarandi hönnunarvörum þar sem lagt er áherslu á gæði, nýsköpun og gæða handverk. Okkar aðal markmið er að efla og stuðla að þróun íslenskrar hönnunar og koma henni áfram á nýjan og spennandi hátt. HN GALLERY tekur þátt í fyrsta skipti á Hönnunarmars 2024 með sýningunni SKÁL í samstarfi við HANDVERK OG HÖNNUN í glæsilegum sýningarsal þeirra á Eiðistorgi 15. Sýningin opnar 24.04.24 kl 18-20

VIÐUR Á VIKU - Sýningarlok 17. apríl - Leiðsögn listamanns

Síðasta dag sýningarinnar VIÐUR Á VIKU í sýningarsal Handverk og hönnun Eiðistorgi mun Andri Snær Þorvaldsson leiða okkur í ferðalag um sýninguna og segja sögu valinna verka. Leiðsögnin hefst kl 17. Verið hjartanlega velkomin.

VIÐUR Á VIKU í sýningarrými Handverk og hönnun á Eiðistorgi 15

52 vikur, 52 rennd verkefni, 52 viðartegundir. Andri Snær Þorvaldsson trérennismiður býður til einstakrar sýningar í Handverk og hönnun á Eiðistorgi 15. Hér ber að sjá renndan við úr 52 mismunandi viðartegundum sem fengnar eru um allan heim. Verkefnið er nokkurs konar tilraunaverkefni þar sem listamaðurinn gefur innsýn í upplifun sína þegar mismunandi viður er verkaður. Upplifðu áferðina, ilminn, hönnunina og handverkið. Sýningin stendur frá 04.04.24-17.04.24 Opnunartímar eru mismunandi en þeir eru...