Markmið

Eftirfarandi markmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR voru samþykkt á stofnfundi þann 18. janúar 2007 

    • Að stuðla að eflingu handverks, hönnunar  og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði. 
    • Að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi. 
    • Að koma til móts við þarfir þessara greina fyrir þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar. 
    • Að halda áfram uppbyggingu gagnagrunns á þessu sviði
    • Að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa að handverki, hönnun og listiðnaði.