Fréttir

Vínviðarkarfa

Tveggja kvölda námskeið í gerð vínviðarkörfu verður haldið mánudagana 8. og 15. febrúar kl. 18-21 í Nethyl 2e.

Ljósker

Í tilefni 40 ára afmælis Leirlistafélags Íslands verður kveikt á 44 ljóskerjum fyrir utan Hönnunarsafn Íslands fimmtudaginn 4. febrúar kl. 18-20.

100% ULL

Ull er klassískur, náttúrulegur efniviður með óendanlega möguleika. Á þessari sýningu getur að líta dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag.

Prjónanámskeið með Deborah Gray

Langar þig að prófa eitthvað nýtt í prjóni, stíga aðeins útfyrir boxið og láta reyna á hugmyndaflugið? Hvernig líst þér á að læra að hanna og prjóna þín eigin póstkort?

Húsnæði í boði

Aðstaða í boði til að deila leiguaðstöðu með öðru fyrirtæki, fyrir hönnunarfyrirtæki og eða verslun.

Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands

Á hverju ári eru Hönnunarverðlaun Íslands veitt fyrir þau verk sem þykja framúrskarandi á sviði hönnunar og arkitektúrs.

Skotthúfa frú Auðar - prjónakaffi á veraldarvefnum

Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20 stendur Heimilisiðnaðarfélag Íslands fyrir samprjóni á skotthúfu frú Auðar í streymi á netinu.

Spennandi námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands

Fjölmörg námskeið framundan hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands hafa verið dagsett.

Ýrúrarí í Hönnunarsafni Íslands

Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður er að koma sér fyrir á Hönnunarsafni Íslands en þar verður hún með vinnustofudvöl fram að HönnunarMars sem verður í maí. Ýr hannar undir merkinu Ýrúrarí, hún hefur undanfarið unnið í samstarfi við Rauða kross Íslands.

Vantar þig vinnuaðstöðu?

Frá byrjun febrúar til aprílloka býður Textílmiðstöðin upp á sérstakt vetrarverð fyrir lista-og handverksfólk sem og hönnuði sem vinna að textíltengdum verkefnum og fræðafólki sem vinnur að rannsóknum sem tengjast textíl.