Erlent samstarf

Nordic Network of Crafts Associations

HANDVERK OG HÖNNUN er í samstarfi við norrænu samtökin Nordic Network of Crafts Associations (NNCA).

Samtökin NNCA voru stofnuð árið 2010. Markmið þeirra er að stuðla að samstarfi og samtali milli landanna til að styrkja stöðu samtíma handverks og listiðnaðar á Norðurlöndunum.

Starfsemi NNCA er tvíþætt: annars vegar eru haldnir fundir þar sem pólitísk, félagsleg og efnahagsleg málefni sem tengjast handverki og listiðnaði á Norðurlöndum eru rædd. Í öðru lagi stendur NNCA fyrir og tekur þátt í verkefnum sem stuðla að kynningu og miðlun á norrænu handverki og listiðnaði á alþjóðlegum vettvangi.

 

 Nordic Network of Crafts Associations er skipað:

Samtökin tóku þátt í Révélations - Fine Craft and Creation Fair sem haldin var Grand Palais í París í september 10.-13. sept 2015 með sýninguna magic language///game of whispers.

Samtökin NNCA hafa verið styrkt af Norrænu menningargáttinni (Nordic Culture Point) frá 2015 til 2018.