Fróðleikur

Hvernig gerum við góða ferilskrá?

Unnið uppúr erindi sem Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistarmaður flutti á Málþingi HANDVERKS OG HÖNNUNAR í Norræna húsinu þann 9. mars 2009

Leiðbeiningar um gerð ferilskráa á pdf formi

 

VSK 101

Þórey Vilhjálmsdóttir viðskiptafræðingur MBA
Fyrirlestur á vegum Hönnunarmiðstöðvar og Hönnunarsjóðs Auroru var haldinn þann 1. okt. 2009.
Þórey fór yfir þau grundvallaratriði sem snúa að hönnuðum varðandi virðisaukaskatt.
Hér er hægt er að kynna sér fyrirlesturinn


Gerð viðskiptaáætlana

Gagnlegt rit gefið út af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem gott er að hafa til hliðsjónar við gerð viðskiptaáætlana. Í ritinu er lesandinn aðstoðaður við að skilgreina hugmyndir sínar og gera áætlanir með það að markmiði að hugmyndin geti orðið að veruleika.
Hér er ritið á pdf formi

 

Stofnun fyrirtækja. Formreglur, réttindi og skyldur

Bókin er gefin út af Nýsköpunarmiðstöð Íslands  í samvinnu við Ax hugbúnaðarhús og Háskólann í Reykjavík.
Hér er ritið á pdf formi

 

Markaðsáætlanir 

Þetta rit gefið út af Nýsköpunarmiðstöð Íslands á að aðstoða þá sem vilja á einfaldan og markvissan hátt tileinka sér fagleg vinnubrögð við gerð markaðsáætlana.
Hér er ritið á pdf formi

 

Vöruþróun

Stöðug vöruþróun er grundvallaratriði í rekstri fyrirtækja. Í þessu riti sem gefið er út af Nýsköpunarmiðstöð Íslands  ef farið í gegnum vöruþróunarferlið á einfaldan og skilmerkilegan hátt. Ferlinu er skipt í tvo hluta; annars vegar að velja hugmyndir til að þróa og hins vegar að þróa hugmyndirnar í markaðshæfa vöru.
Hér er ritið á pdf formi


Þjónustugæði. Samkeppnisforskot og velgengni

Þjónusta skiptir æ meira máli í rekstri fyrirtækja. Á það jafnt við um fyrirtæki sem kalla má hefðbundin þjónustufyrirtæki og fyrirtæki sem framleiða og selja áþreifanlegar vörur. Margar aðferðir eru notað við að meta þjónustugæði, ýmist staðlaðar eða lagaðar að viðfangsefninu hverju sinni. Flestar aðferðirnar eiga það sameiginlegt að lagt er mat á það sem skiptir máli frá sjónarhóli þeirra sem þjónustunnar njóta. Ritið er gefið út af Nýsköpunarmiðstöð Íslands 
Hér er ritið á pdf formi