Fréttir

Kettir og pils - Handverkssýning Aðalbjargar Jónsdóttur

Aðalbjörg Jónsdóttir, sem mun fagna 100 ára afmæli í desember nk., hefur opnað sýningu á prjónuðu listahandverki í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu.

Hönnunarverðlaun Íslands 2016

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í þriðja sinn þann 6. október sl. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og Besta fjárfesting ársins 2016.

Vefnaðarnámskeið hefst í lok október

Undanfarin misseri hefur vefnaður notið vaxandi vinsælda. Hjá Heimilisiðnaðarskólanum er boðið upp á fimm vikna námskeið sem ætlað er bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja bæta við þekkingu sína í vefnaði.

Myndvefnaður - námskeið

Vefnaður getur verið afar fjölbreytilegur en ein gerð hans er myndvefnaður. Sú tegund vefnaðar hefur þann ótvíræða kost að vera unnin á blindramma sem auðvelt og ódýrt er að koma sér upp

Jólamarkaður Sjóminjasafnsins

Sjóminjasafnið í Reykjavík auglýsir eftir þátttakendum í jólamarkaði safnsins helgina 19. - 20. nóvember. Leitað er að vönduðu handverki og handavinnu en markmiðið er að hafa á boðstólum fjölbreytt úrval og gæða muni.