Myndvefnaður - námskeið

Myndvefnaður - námskeið

Vefnaður getur verið afar fjölbreytilegur en ein gerð hans er myndvefnaður. Sú tegund vefnaðar hefur þann ótvíræða kost að vera unnin á blindramma sem auðvelt og ódýrt er að koma sér upp. Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á námskeið í myndvefnaði.  Nemendur læra að setja upp með því að strekkja uppistöðu á blindramma, velja efni í ívaf, farið er í handbrögð, ýmsar vefnaðaraðferðir, frávik og frágang á myndum. Kennari á námskeiðinu er Philippe Ricart handverksmaður. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið t.d. ljósmynd eða teikningu.

Námskeiðið eru fjögur skipti, kennt er á þriðjudögum kl. 18-21 dagana 25. október, 1., 8. og 15. nóvember í Heimilisiðnaðarskólanum við Nethyl 2e í Reykjavík. Námskeiðsgjald er 29.800 kr. (26.820 kr. fyrir félagsmenn HFÍ). Skráning á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500.