Vefnaðarnámskeið hefst í lok október

Vefnaðarnámskeið hefst í lok október

Undanfarin misseri hefur vefnaður notið vaxandi vinsælda. Hjá Heimilisiðnaðarskólanum er boðið upp á fimm vikna námskeið sem ætlað er bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja bæta við þekkingu sína í vefnaði. Fyrra námskeið haustsins stendur nú yfir en annað námskeið hefst 25. október.
Allir þátttakendur á námskeiðinu fá vefstól til umráða. Verkefnaval er frjálst en á meðal möguleika eru púðar, dúkarenningar, veggteppi eða púðar með rósabandi o.fl. Þátttakendur fá leiðbeiningar um efni og bindingar sem hæfa viðfangsefninu, s.s. þéttleika uppstöðu og ívafs. Unnið er með vefnaðarforritið WeavPoint við gerð uppskrifta þar sem við á og farið er í vefnaðarfræði t.d. samsettar bindingar o.fl.

Vefnaðarnámskeið Heimilisiðnaðarskólans:
Fimm vikna námskeið, 25. október – 26. nóvember. 
Kennt er þriðjudaga og miðvikdaga kl. 18-21 og laugardaga kl. 9-12. 
Fyrstu tvær vikurnar kennt þri., mið. og lau. en næstu þrjár vikur mið. og lau. 
Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ. Námskeiðsgjald: 86.400 kr. (77.760 kr. fyrir félagsmenn Heimilisiðnaðarfélagsins). 
Kennari: Sigríður Ólafsdóttir
Staðsetning: Nethylur 2e
Skráning: skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500