Fréttir

Karólínudagur á Árbæjarsafni

Í vor opnaði sýning í Kornhúsinu á Árbæjarsafni um líf og störf Karólínu Guðmundsdóttur, sem rak um árabil vefstofu á Ásvallagötu í Reykjavík. Næstkomandi sunnudagur verður tileinkaður Karólínu og verður skemmtileg dagskrá í boði á Árbæjarsafni frá klukkan 14-16.

Opið hús í Textílmiðstöðinni á Blönduósi

Dagana 27.-29. ágúst verður opið hús í TextílLabinu að Þverbraut 1 á Blönduósi.

Nordic Craft Week

Fyrsta vikan í september er jafnan tileinkuð Nordic Craft Week en þá sameina norrænu heimilisiðnaðarfélögin krafta sína og bjóða upp á viðburði og efni tengt handverksarfi Norðurlandanna.

SEGÐU ÞAÐ MEÐ LEIR

Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir leirlistakona hefur flutt vinnustofu sína á Njálsgötu 58a og verður að því tilefni með opið hús 21. ágúst nk. frá klukkan 13.00 til 18.00.

The Elements

Laugardaginn 28. ágúst mun Birgitte Munck opna sína fyrstu einkasýningu á Íslandi en á henni sýnir hún ný verk sem unnin eru hér á landi.

Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur til 2. september

Umsóknarfrestur í Hönnunarsjóð rennur út á miðnætti 2. september næstkomandi. Um er að ræða almenna- og ferðastyrki og síðari úthlutun ársins 2021.

Endurofið - sýning

Fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 17.00 opnar sýningin Endurofið í Flæði að Vesturgötu 17.

Bibliotek Nordica - norræn bókverkasýning

Samsýning 84 norrænna listamanna á bókverkum í A6-broti, í Þjóðarbókhlöðu í sumar.

Frue Plads markaðurinn opnar í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn

Hinn árlegi listhandverksmarkaður samtakanna Danske Kunsthåndværkere og Designere sem haldinn er á torginu við Frúarkirkjuna (Frue Plads) í Kaupmannahöfn er um helgina.

HönnunarMars 2022 fer fram í byrjun maí

Stærsta hönnunarhátíð landsins, HönnunarMars, breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið fyrstu helgina í maí 2022.