Nordic Craft Week

Nordic Craft Week

Fyrsta vikan í september er jafnan tileinkuð Nordic Craft Week en þá sameina norrænu heimilisiðnaðarfélögin krafta sína og bjóða upp á viðburði og efni tengt handverksarfi Norðurlandanna. Þemað að þessu sinni er Hands on og hefst dagskráin 28. ágúst með framlagi finnska heimilisiðnaðarfélagsins Taito, en þau munu bjóða upp á vinnustofu á Facebook í visible mending eða fagurstoppun, en þá er viðgerð á klæði leyft að njóta sín. Framlag Heimilisiðnaðarfélags Íslands þann 3. september verður kynning á lífi og störfum Karólínu vefara og lítum við m.a. inn á sýninguna um Karólínu á Árbæjarsafni. Hægt er að kynna sér dagskrá Nordic Craft Week á Facebooksíðu hátíðarinnar og taka virkan þátt í viðburðum.