Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur

HANDVERK OG HÖNNUN heldur sýningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í maí 2018. 

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

Sýningin stendur í fjóra daga og er aðgangur ókeypis.

Opnunartími: 

Föstudagur 18. maí kl. 16-19
Laugardagur 19. maí kl. 11-18
Sunnudagur 20. maí kl. 11-18 (Hvítasunnudagur)
Mánudagur 21. maí kl. 11-18 (annar í hvítasunnu)

Upplýsingar: 

  • Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku á sýningunni/kynningunni.
  • Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur og er ný valnefnd er skipuð fyrir hverja sýningu/kynningu.
  • Mikilvægt er að sýningin/kynningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar þátttakendur eru valdir.
  • Mikilvægt er að þeir sem hafa áður tekið þátt í sýningunni/kynningunni taki fram í umsókn ef þeir ætla að kynna nýjar vörur.
  • Mikilvægt er að allir sem áhuga hafa á þátttöku geri ráð fyrir að vera sem mest á staðnum sjálfir. Eitt af markmiðum þessarar sýningar/kynningar er að gestir hitti fólkið á bak við hlutina.

Kostnaður:

Þátttökugjald vegna sýningar/kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur í maí 2018 er kr. 79.000 fyrir hverja einingu með borði en kr. 71.000 án borðs.

Innifalið í þátttökugjaldinu er:

  • Kynningaraðstaða í Ráðhúsi Reykjavíkur í 4 daga, nafnamerking, veggir og lýsing.  Barmmerki fyrir sýnendur og aðstoðarfólk.
  • Kynning á heimasíðu með myndum. Heimasíðan verður áfram opin að sýningunni lokinni.
  • Umfangsmikil kynning/auglýsing á sýningunni.

Vinsamlegast vandið útfyllingu á sérstöku rafrænu eyðublaði.

Umsóknir um þátttöku verða að berast í síðasta lagi 23. mars 2018
Gert er ráð fyrir að niðurstaða valnefndar mun liggja fyrir 28. mars 2018.

Nánari upplýsingar á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR sem er opin alla virka daga frá kl. 9-16, s. 551 7595.

Dags: 18.05 - 21.05 2018
Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur