Sýningin var fyrst haldin í Ráðhúsinu árið 2006 og hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi og dregið að sér þúsundir gesta. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og kynna vörur sínar á sýningunni. Gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði og fjölbreytnin mikil.
Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku en valið er inn á sýninguna af faglegri valnefnd.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag, umsóknarfrest o.þ.h. birtast síðar.