Interior

Margrét Thorarensen
s. 898 5538
interior.margret@gmail.com

www.interior.is

Heimilislínan frá Interior samanstendur af Stakkaskiptapúðunum, sjónvarpsteppum, handprjónuðum borðklútum, handklæðum og viskustykkjum úr hör. Stakkaskiptapúðarnir eru breytanlegir púðar, gerðir úr efni til að bólstra húsgögn, þeir fást í ótal litasamsetningum og hægt er að hanna sína eigin útfærslu. Teppin eru úr 100% íslenskri ull og koma í þremur jarðlitum en þau eru með hólki fyrir kalda fætur og þegar þau eru ekki í notkun er hægt að rúlla þeim upp og inn í hólkinn. Viskustykkin eru úr 100% hör með kósum úr ítölsku antíkleðri og handprjónaðir borðklútar úr 100% bómull. Borðklútarnir eru hannaðir til þess að gleðja augað með litríkum hnoðrum, skapa hlýju og vega upp á móti köldu yfirbragði eldhúsanna.

Textíll