Barnaból

Margrét Birna Kolbrúnardóttir

s. 661 7411

barnabolverslun@gmail.com

Hugmyndin að vöggusettinu fæddist upp úr 2008 þegar allir voru að bjarga Íslandi með handverki. Þá kom vöggusettið fljótt upp í hugann og þegar Margrét fékk gefins mikið magn af útsaumsgarni þá var eina vitið að prófa að blanda saman litunum og sjá hvað virkaði.

Því eru alltaf tveir litir saman í nálinni sem renna saman í eitthvað alveg nýtt, þar sem annar gefur birtu en hinn skugga. Elín Elísabet Einarsdóttir hefur myndskreytt vögguvísurnar á sinn hátt.

Útsaumuð vöggusett ganga gjarnan milli kynslóða og öðlast þannig mikið tilfinningalegt gildi, ekki síst ef þau eru saumuð af einhverjum sem okkur þykir vænt um.

→ Barnaból stendur nú fyrir hópfjármögnun á Karolina fund.

Textíll