ENDALAUST

Þann 30. ágúst 2018 var sýningin ENDALAUST opnuð í Duus Safnahúsum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Sýningin stendur til 4. nóv. 2018

Sýningin Endalaust er sýning á verkum 20 hönnuða og handverksfólks sem eiga það sameiginlegt að vinna með endurunna hluti og hráefni sem annars færi forgörðum. Við undirbúning sýningarinnar var litið yfir víðan völl og reynt að koma saman hönnuðum sem vinna á breiðum grundvelli. Hönnuðum sem eiga það jafnframt sameiginlegt að koma inn á því stigi hringrásarinnar að þeirra hlutverk er að gjörnýta hráefni sem annars er litið á sem rusl. Breiður grundvöllur og ólíkir hönnunargripir voru þannig lykilorð sýningarstjórans Rögnu Fróða þegar hún valdi verk inn á sýninguna. 

ENDALAUST er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og HANDVERKS OG HÖNNUNAR.

Í tengslum við sýninguna verða haldnar tvær vinnustofur fyrir almenning dagana 15. september og 6. október. Sýningin er jafnframt skólasýning allra grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2018.

Sýningarstjóri er Ragna Fróða. 

Sýningin ENDALAUST er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Dags: 30.08 - 04.11 2018
Staðsetning: Duus Safnahúsin Reykjanesbæ
Opnunartími: 12.00 - 17.00 alla daga