HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR verður haldin dagana 16. til 20. nóv. 2023.

Sýningin hefur verið haldin tuttugu sinnum en hún var fyrst haldin í Ráðhúsinu árið 2006. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og kynna vörur sínar á sýningunni. Gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði og fjölbreytnin mikil. Sýningin hefur verið mjög vinsæl frá upphafi og dregið að sér þúsundir gesta. 

Hér er hægt að skoða myndir frá síðustu sýningu.

Dags: 16.11 - 20.11 2023