Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var haldin dagana 15. til 19. maí 2014. Sem fyrr var gróskan og fjölbreytnin mikil og meðal þess sem hægt var að skoða á sýningunni voru skartgripir, barnaföt, munir úr tré og horni og beini, leðurvörur, skór og fatnaður. Þátttakendur voru 35 talsins.