TORG listamessa

Mánuður myndlistar heldur í annað sinn í ár listamessu í Reykjavík, TORG. Torgið verður á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum 4.-6. október.

Torg er hugsað fyrir listamenn til þess að kynna myndlist sína og selja hana. Ætlunin er jafnframt að veita áhugafólki um íslenska myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist í beinum samskiptum og samtali við myndlistarmanninn.

Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og skoða íslenska myndlist, hitta myndlistarmenn og fjárfesta í myndlistarverki ef áhugi er fyrir hendi. Samband Íslenskra Myndlistarmanna mun bjóða uppá greiðslusamninga sem gera kaupanda kleift að greiða listaverk með raðgreiðslum án vaxta mánaðarlega í allt að 36 mánuði. Slíkur samningur er einungis gerður með samþykki myndlistarmanns en verk sem er selt á þennan hátt má ekki kosta meira en 500.000 krónur.

Við hvetjum alla til að mæta og skoða Torg, fyrstu listamessuna í Reykjavík!

 DAGSKRÁ TORGS 2019
  • Föstudagur 4. október, opnun kl. 18:00
  • Opið laugardag 5. október kl. 12:00-19:00
  • Opið sunnudag 6. október kl. 12:00-19:00

TORG listamessa: Sölu og kynningarvettvangur fyrir myndlistarmenn, allir velkomnir að skoða, spjalla um og jafnvel festa kaup á myndlist. Kaffisala á staðnum.

Sjá nánar um listamessuna hér