Aerial Being í Borgarbókasafninu Grófinni

Yasuhiro Suzuki sýnir Aerial Being í Borgarbókasafninu Grófinni 

Aerial Being er skúlptúrverk úr viðsjálu lofti. Loft er óvenjulegur efniviður þar sem tilvist þess er dregin í efa, enda er það ósýnilegt. En í verki Suzukis skilur loftið eftir skugga í huga þess sem ber það augum. 

Suzuki fæddist árið 1979 í Japan og útskrifaðist frá hönnunardeild Zokei-háskólans í Tókíó árið 2001 og gegnir prófessorsstöðu í teikningu og fatahönnun við Musashino listaháskólann. Hann sinnir jafnframt rannsóknum við rannsóknarsetur fyrir nýjustu tækni og vísindi í Tókíó. Með því að beina sjónum sínum að óvæntum uppákomum hversdagsleikans minnir hann okkur á eigin minningar og stuðlar þannig að aukinni samkennd okkar allra. Auk þess að taka þátt í sýningum bæði í heimalandi sínu og utan þess fæst hann við viðfangsefni í almenningsrými sem hann vinnur í samstarfi við fyrirtæki og háskóla.

Meðal helstu einkasýninga hans má nefna Neighborhood Globe í samtímalistamiðstöð Art Tower í Mito árið 2014. Hann hlaut Mainichi hönnunarverðlaunin 2014.

Nánar má sjá um sýninguna Aerial Being á Facebook