magic language /// game of whispers

Haustið 2015 var haldin stór sýning og kynning á listhandverki í París sem kallaðist Revelations - Fine Craft og Creation Fair. Þessi viðburður var haldinn í Grand Palais dagana 10. til 13. september 2015. Þetta er í annað sinn sem viðburðurinn er haldinn en fyrir tveimur árum voru það 267 aðilar sem sýndu og kynntu listhandverk sitt í Grand Palais fyrir rúmlega 33.000 gestum.

Myndir frá opnun Revelations - Fine Craft og Creation Fair í París

Þátttaka í þessu verkefni var styrkt af Norrænu menningargáttinni (Nordic Culture Point), Mennta-og menningarmálaráðuneytinu og Icelandair.

Nordic Culture Point

 

 

Mennta- og menningarráðuneytið  


Icelandair

Dags: 10.09 - 13.09 2015
Staðsetning: Grand Palais, París

Um sýninguna

Haustið 2015 var haldin stór sýning og kynning á listhandverki í París sem kallaðist Revelations - Fine Craft og Creation Fair. Þessi viðburður var haldinn í Grand Palais dagana 10. til 13. september 2015. Þetta er í annað sinn sem viðburðurinn er haldinn en fyrir tveimur árum voru það 267 aðilar sem sýndu og kynntu listhandverk sitt í Grand Palais fyrir rúmlega 33.000 gestum.

Að það sinni var Íslendingum boðið ásamt hinum norðurlöndunum að setja upp sýningu í Grand Palais þessa daga sem Revelations - Fine Craft og Creation Fair stóð yfir. HANDVERK OG HÖNNUN er hluti norrænna samtaka sem kallast Nordic Network of Crafts Associations (NNCA) og er yfirheiti sýningarinnar er The Nordic Craft Pavilion. Á sýningunni voru verk frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.

Sýningarstjórinn Marianne Zamecznik frá Noregi sem ráðin var af NNCA  lagði fram mjög spennandi hugmynd við val á sýningarmunum á sýninguna. Sýninguna kallar hún magic language///game of whisper . Hugmyndin byggist upp á að hvert land skipar staðbundinn aðstoðarsýningarstjóra. Ferlið við valið  er einskonar hvíslleikur, fyrst er valið eitt verk, það síðan sent einum þessara aðstoðarsýningastjóra sem velur verk í sínu landi sem kallast á við verkið sem hann fékk sent. Það verk er síðan sent áfram til næsta lands þar sem valið verður nýtt verk og þannig koll af kolli. Það er sýningarstjórinn Marianne Zamecznik sem hefur skipulagt allt ferlið sem enn er í gangi. Fimm verk voru valin frá hverju landi og voru því samtals 25 verk á sýningunni.

HANDVERK OG HÖNNUN fól Önnu Leoniak að vera aðstoðarsýningarstjóri á Íslandi.

Sérstök heimasíða var opnuð fyrir sýninguna var opnuð, sjá hér.

Einnig var opnuð önnur sýning sem kallaðist Le Banquet  og áttu Íslendingar tvo fulltrúa á henni.

Myndir frá opnun Revelations - Fine Craft og Creation Fair í París

NNCA er skipað Danske Kunsthåndværkere (DK), Konsthantverkscentrum (SE), HANDVERK OG HÖNNUN (IS),ORNAMO (FI) og Norwegian Crafts (NO). Þessi samtök vinna mikilvægt starf í að styrkja stöðu og kynna norrænt listhandverk heima og heiman og er þátttaka í þessari sýningu í París liður í því starfi.

The Nordic Craft Pavilion er styrkt af Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum og er NNCA í samstarfi við norrænu sendiráðin og norrænar stofnanir í París. Þátttaka HANDVERKS OG HÖNNUNAR var einnig styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Icelandair.

VERK OG SÝNENDUR

No.1: DIY place #1: Bali
Kjersti Lande
Noregi

No. 2: Trallbaneväggen
Inger Andersson
Svíþjóð

No 3: Plethora
Deepa Panchamia
Finnland

No.4: Krysantemum
Marianne Nielsen
Danmörk

No. 5: Scarab
OrriFinn Jewels
Ísland

No. 6: Flora Oblitus
Pernille Mouritzen
Danmörk

No 7: Black Cloud
Camilla Luihn
Noregur

No 8: Traces
Helga Ósk Einarsdóttir
Ísland

No 9: House 4
Maria Nuutinen
Finnland

No 10: The Box
Maki Okamoto
Svíþjóð

No 11: Brynja and Skjöldur
Studio Hlutagerðin (Elín Bríta Sigvaldadóttir, Hjörtur Matthías Skúlason og Hrönn Snæbjörnsdóttir) 
Ísland

No 12: Meditation #1
Lea Mi Engholm
Danmörk

No 13: Changing Perception
Saana Murtti
Finnland

No 14: Secrets(blue)
Hanne Friis
Noregur

No 15: Das Unheimliche
Miro Sazdic
Svíþjóð

No16: Kiitos II
Sonja Löfgren
Finnland

No 17: TAROT
Janne Krogh Hansen
Danmörk

No 18: New Nature - before and after science
Mia E. Göransson
Svíþjóð

No 19: The Larvik Series
gunzlerpolmar
Noregur

No 20: Dialog
Studio Hanna Whitehead
Ísland

No 21: Potlàc VII
Beatrice Brovia
Svíþjóð

No 22: Anarkistens perlering
Trine Trier
Danmörk

No 23: Sipp og Hoj!
Thorunn Arnadottir
Ísland

No 24: Kantamus
Nathalie Lahdenmäki
Finnland

No 25: Whispering
Ingrid Becker
Noregur

Le Banquet

NNCA var boðið að tilnefna fulltrúa á Le Banquet ásamt átta öðrum þjóðum (Suður-Kóreu, Japan, Taívan, Senegal, Tógó, Ítalíu, Tékklandi, Frakklandi og Túnis).

Norrænu verkin á Le Banquet voru valin af Marianne Zamecznik eftir tilnefningum frá norrænu sýningarstjórunum fimm á sýningunni magic language///game of whisper

Íslenskir þátttakendur í Le Banquet:

MÓT (Baldur Helgi Snorrason, Guðrún Harðardóttir og Katla Maríudóttir)

MÓT (Baldur Helgi Snorrason, Guðrún Harðardóttir og Katla Maríudóttir)

STAKA (María Kristín Jónsdóttir)

STAKA (María Kristín Jónsdóttir)