Framúrskarandi

Sýning á munum níu aðila sem hlutu Skúlaverðlaunin og viðurkenningar tengdar þeim á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur á árunum 2008-2011. Haldin í Kringlunni 20. mars til 10. apríl 2012

HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir samkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda í þessari árlegri sýningu í Ráðhúsinu og velur fagleg valnefnd úr innsendum tillögum. Skúlaverðlaunin hafa verið veitt síðan 2008 og eru styrkt af Samtökum Iðnaðarins

Á sýningunni mátti sjá þá muni sem hlotið hafa þessi verðlaun og viðurkenningar ásamt fleiri munum frá verðlaunahöfum.

Skúlaverðlaun:

Páll Garðarsson - 2008
Fríða Jónsdóttir - 2009
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir - 2010
Stáss design – 2011

Viðurkenningar:

Dýrfinna Torfadóttir - 2008
Margrét Guðnadóttir - 2008, 2009, og 2010
Inga Elín - 2009
Guðbjörg Káradóttir - 2011
Sigrún Ólöf Einarsdóttir - 2011

Dags: 20.03 - 10.04 2012
Staðsetning: Kringlan