HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin dagana 19.-23. nóvember 2020.

 

H A N D V E R K
O G  H Ö N N U N

í Ráðhúsi Reykjavíkur

19.-23. nóvember 2020

 


Umsóknarfrestur er liðinn.

Þrátt fyrir mikið óvissuástand er stefnt að því að halda hinn árvissa viðburð HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2020. Að sjálfsögðu er fylgst grannt með þróun mála varðandi samkomur, fjöldatakmarkanir o.þ.h. og tilmælum Almannavarna fylgt.

HANDVERK OG HÖNNUN hefur haldið sýninguna í Ráðhúsinu síðan 2006.  Gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði og fjölbreytnin mikil. Þessi sýning hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi og dregur alltaf að sér þúsundir gesta. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og  kynna vörur sínar á sýningunni.

Sýningin stendur í fimm daga og er aðgangur ókeypis.

Opnunartími

Fimmtudagur 19. nóvember kl. 16-19
Föstudagur 20. nóvember kl. 12-18
Laugardagur 21. nóvember kl. 12-18
Sunnudagur 22. nóvember kl. 12-18 
Mánudagur 23. nóvember kl. 12-18

_________________

Upplýsingar um þátttakendur birtast fljótlega.

Dags: 19.11 - 23.11 2020
Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur