Ýmsir tenglar - Svíþjóð

Samansafn greina um hönnun í Svíþjóð.

FORMEX design fair

Formex var fyrst haldið árið 1960 og er haldið tvisvar á ári, í byrjun janúar og í lok ágúst. Um 800 sýnendur eru á hverri sýning, innanhússhönnun, tíska og fylgihlutir o.fl. Á sýninguna koma m.a. innlendir og alþjóðlegir kaupendur, umboðsmenn, hönnuðir, framleiðendur og fjölmiðlar.

Höganäs Museum

Flott safn og listagallerí í Höganäs á Skáni í suður Svíþjóð.

International Artist's Studio Program in Sweden

iaspis er sænsk listastyrkjanefnd fyrir alþjóðlega listamenn..

K.H.V.C Konsthantverkscentrum 

Á vef K.H.V.C má finna lista yfir ýmsa viðburði tengda handverki og listiðnaði í Svíþjóð en  K.H.V.C er fagsamtök í handverki og listiðnaði í Svíþjóð með yfir 700 meðlimi víðsvegar um landið.

KRO/KIF - The Swedish Association of Craftsmen and Industrial Designers

KRO, landssamtök sænskra listamanna og KIF, félag sænskra handverks- og iðnhönnuða, voru sameinuð þann 1. janúar 2016 í eina stofnun - Sænska listamannafélagið.

Lerverk

Samfélag fyrir skartgripahönnuði og leir- og glerlistamenn. Lerverk var stofnað árið 1980 sem sameiginlegur vettvangur fyrir sýningar og sölugallerí.

Nationalmuseum

Nationalmuseum er list- og hönnunarsafn Svíþjóðar. 

Nåås Konsthantverk

Nåås Konsthantverk er stýrt af listamönnum. Í galleríinu eru reglulega sýningar norrænna handverks- og  listamanna samtímans. Verslunin selur hágæða listhandverk frá um það bil þrjátíu listamönnum hvaðanæva að úr Svíþjóðar. Í Nåås er einnig gestavinnustofa fyrir listamenn.

NFH - Nämnden för hemslöjdsfrågor

Nefnd á vegum sænska ríkisins sem stendur vörð um og eflir sænskt handverk á landsvísu.

Röhsska Museum of Design and Applied Art

Röhsska safnið er eina í Svíþjóð sem sérhæfir sig í hönnun og handverki.  

SVID - Society of Swedish Industrial Designers 

Hjá sænska iðnaðarhönnunarsjóðnum er unnið að því að miðla þekkingu um hönnun sem afl til þróunar og auka samkeppnishæfi

STOCKHOLM FURNITURE FAIR

Stærsti einstaki viðburður fyrir skandinavíska hönnun á heimsvísu.

Svensk Form

Sjálfstæð félagasamtök sem vinna að þróun hönnuar í Svíþjóð. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. 

Swedish Fashion Council

Sjálfstæð samtök sem hafa það að markmiði að efla nýsköpun sænska tískuiðnaðarins til að auka samkeppnishæfni og sjálfbærni á öllum sviðum.

Smålands Museum - Swedish Glass Museum

Glerminjasafn Svíþjóðar. Safnið ber ábyrgð á landsvísu fyrir söfnun, skjalavörslu og sýnir sænskt gler og framleiðslu þess.

SNASK - The National Association of Swedish Handicraft Societies

Landssamtök sænskra handverksfélaga

TEKO -  Sveriges Textil- och Modeföretag

TEKO eru samtök á landsvísu um allt sem viðkemur textíl og textíltengdri framleiðslu.

Textil Museet

Textílsafn í hjarta textíliðnaðarins í Borås og Sjuhäradsbygden. 

The Arts Grants Committee

VIDA Museum and Exhibition Hall

Värmlands Hemslöjd