SKATAN 60 ÁRA

14.02.19 - 31.03.19

SKATAN 60 ÁRA

Fyrstu Skötustólarnir litu dagsins ljós árið 1959 er hönnunin því 60 ára 2019. Að þessu tilefni voru framleidd tölusett viðhafnareintök í takmörkuðu upplagi. Hægt er að velja á milli nýjustu gerðanna úr olíu- og vaxborinni eik í tveimur litum með dökkgráum löppum, eða eftirmynda af elstu stólunum með nikkelhúðuðum löppum og ólitaðri eik, handlakkaðri eða olíuborinni. Var þessi viðhafnarútgáfa sýnd hjá HANDVERKI OG HÖNNUN.

Framleiðsla Skötunnar hófst 1959 og stóð til ársins 1973 og náði stóllinn mikilli útbreiðslu. Framleiðsla hófst svo að nýju árið 2007, og er hann nú fáanlegur í eik, tekki og svörtu, auk þess sem hægt er að sérpanta aðrar viðartegundir og liti.

Hönnuður: Halldór Hjálmarsson (1927-2010) húsgagna- og innanhússarkitekt

 

www.skata.isSKATA á Instagram / SKATA á Facebook