United Against CORONA - Express Through Art

List á tímum kórónaveirunnar

Á þessum umbrotatímum hefur ICCR  (The Indian Council for Cultural Relations / Indverska menningartengslaráðið) ákveðið að efna til list-samkeppni á heimsvísu. Óskað er eftir verkum í þessa samkeppni sem ber yfirskriftina United Against CORONA - Express Through Art (Sameinuð gegn kórónaveirunni í gegnum listina). Þessar sérstöku aðstæður í heiminum snerta okkur öll og draga fram ýmsar tilfinningar, m.a. samúð, góðvild, umhyggju, reiði, gremju, félagslega samheldni og hugrekki. Samkeppnin er haldin til hvetja fólk til að tjá tilfinningar sínar og hugsanir um COVID-19, félagslega fjarlægð, sóttkví og baráttuna gegn vírusnum með list. Þessi keppni er haldin á heimsvísu, er öllum opin og keppt er í nokkrum flokkum.

Skilafrestur er til 1. maí 2020 og verða úrslitin kynnt 6. júní 2020

Allar nánari upplýsingar um samkeppnina má finna hér (á ensku) og á eftirfarandi miðlum: