Um-bylting

Sýningin Um-bylting (R-evolution) opnar í Gallerí Vest laugardaginn 26. janúar kl. 15 -17.

Tilefnið er að 10 ár eru liðin frá því að Búsáhaldabyltingin felldi ríkisstjórnina.

Helga Björg Jónasardóttir myndlistarmaður og vöruhönnuður sýnir afsteypur úr áli af búsáhöldum sem notuð voru í mótmælum á Austurvelli. Verkið var sýnt í Mjólkurbúðinni sal myndlistarfélagsins á Akureyri í haust þegar 10 ár voru frá fyrstu mótmælunum og verða nú sýnd aftur þegar 10 ár eru liðin frá því að búsáhaldabyltingin bar árangur. Hráefnið er endurunnið meðal annars úr álfelgum lúxusbíla.

Sýningin verður opin eftir samkomulagi en hana má einnig sjá öllum stundum inn um gluggann á Gallerí Vest, Hagamel 67, Reykjavík til 3. febrúar.

Hér eru nánari upplýsingar um sýninguna.